Ljósvetninga saga (lydbog) af Óþekktur
Óþekktur (forfatter), Jóhann Sigurðarson (indlæser)

Ljósvetninga saga (Íslendingasögur) lydbog

38,16 DKK (inkl. moms 47,70 DKK)
Ljósvetninga saga er varðveitt í tveimur gerðum en sú yngri inniheldur einnig nokkra sjálfstæða þætti. Verkið er ekki sérlega vel varðveitt og er bygging þess heldur sundurlaus. Talið er að sagan hafi verið rituð á 13. öld þó mögulegt sé að það hafi verið fyrr.Verkið fjallar um Þorgeir Ljósvetningagoða og syni hans en einnig um Guðmund ríka. Eftir Íslendingaþættina þrjá í sögunni er aðallega fj...
Lydbog 38,16 DKK
E-bog 30,98 DKK
Forfattere Óþekktur (forfatter), Jóhann Sigurðarson (indlæser)
Forlag SAGA Egmont
Udgivet 6 juli 2020
Længde 3:43
Genrer Icelandic and Old Norse sagas
Sprog Icelandic
Format mp3
Beskyttelse Vandmærket
ISBN 9788726516401
Ljósvetninga saga er varðveitt í tveimur gerðum en sú yngri inniheldur einnig nokkra sjálfstæða þætti. Verkið er ekki sérlega vel varðveitt og er bygging þess heldur sundurlaus. Talið er að sagan hafi verið rituð á 13. öld þó mögulegt sé að það hafi verið fyrr.

Verkið fjallar um Þorgeir Ljósvetningagoða og syni hans en einnig um Guðmund ríka. Eftir Íslendingaþættina þrjá í sögunni er aðallega fjallað um Guðmund ríka og deilur hans við Ljósvetninga. Þórarins þáttur ofsa skipar svo lokin á bókinni þar sem Ljósvetningar koma hvergi við sögu.
Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.