Vegur ástarinnar (lydbog) af Danielle Steel
Udgives: 17 juni 2025
Danielle Steel (forfatter), Kristín Þorsteinsdóttir (indlæser)

Vegur ástarinnar lydbog

49,97 DKK (inkl. moms 62,46 DKK) | Udgives: 17 juni 2025
Hvað gerir kona sem missir allt sem hún hefur nokkurn tímann elskað? Hér er á ferðinni enn eitt meistaraverkið frá Danielle Steel, bók sem þú getur ekki lagt frá þér.Samantha Taylor hættir í vinnunni og flytur úr borg í sveit til að hefja nýtt líf eftir erfiðan skilnað. Þar reynir hún að enduruppgötva sjálfa sig, eignast nýja vini og finnur meira að segja ástina. Hún uppgötvar einnig ást sína á...
Forfattere Danielle Steel (forfatter), Skúli Jensson (oversætter), Kristín Þorsteinsdóttir (indlæser)
Forlag SAGA Egmont
Udgivet 17 juni 2025
Længde 8:45
Genrer Romance: ‘western’, rural or ‘outback’
Sprog Icelandic
Format mp3
Beskyttelse Vandmærket
ISBN 9788727146737

Hvað gerir kona sem missir allt sem hún hefur nokkurn tímann elskað? Hér er á ferðinni enn eitt meistaraverkið frá Danielle Steel, bók sem þú getur ekki lagt frá þér.

Samantha Taylor hættir í vinnunni og flytur úr borg í sveit til að hefja nýtt líf eftir erfiðan skilnað. Þar reynir hún að enduruppgötva sjálfa sig, eignast nýja vini og finnur meira að segja ástina. Hún uppgötvar einnig ást sína á hestamennsku, en það varir ekki lengi þar sem hún dettur af baki og slasast alvarlega. Nú þarf hún að byrja lífið aftur frá byrjun og finna hvað það er sem gerir hana raunverulega hamingjusama. Og það er hægara sagt en gert.

Kvikmyndin Palomino, sem kom út árið 1991, er byggð á bókinni.

Danielle Steel fæddist í Bandaríkjunum árið 1947. Hún er mest seldi lifandi rithöfundur heims, með yfir 900 milljónir eintaka seld af 210 ritverkum. Hún er þekktust fyrir dramatískar ástarsögur, en hefur einnig gefið út barnabækur, ljóðabækur og ýmislegt fleira. Hún stofnaði og rekur stofnunina Nick Traina Foundation í nafni sonar síns sem lést ungur að aldri. Ritverk hennar fjalla gjarnan um fjölskyldudrama, missi og sorg og eru uppi kenningar um að sumar þeirra séu byggðar á lífi Danielle sjálfrar. 22 verka hennar hafa verið aðlöguð sem kvikmyndir, bækur hennar hafa verið þýddar á 43 tungumál og eru þær seldar í 69 löndum um allan heim. Danielle Steel býr til skiptis í París og San Francisco, á 9 börn og er hvergi nærri hætt að skrifa.