Tindátinn staðfasti (lydbog) af H.c. Andersen
BookClub ready
H.c. Andersen (forfatter), Johann Sigurdsson (indlæser)

Tindátinn staðfasti (Hans Christian Andersen's Stories) lydbog

25,00 DKK (inkl. moms 31,25 DKK)
Í tindátaöskjunni er einn sem sker sig úr. Sá er tindátinn sem vantar á annan fótinn, sökum þess að tinið var uppurið þegar búið var að steypa bræður hans. Dátinn lætur fótskortinn þó ekki á sig fá og stendur jafn stöðugur og hinir. Saman flytja þeir á nýtt heimili þar sem kennir ýmissra grasa í leikfangaherberginu. Mest af öllu heillast tindátinn þó af fagurri dansmey, sem líkt og hann stendur...
Lydbog 25,00 DKK
Forfattere H.c. Andersen (forfatter), Steingrímur Thorsteinsson (oversætter), Johann Sigurdsson (indlæser)
Forlag SAGA Egmont
Udgivet 20 december 2019
Længde 0:12
Genrer Children’s / Teenage fiction: Classic fiction
Sprog Icelandic
Format mp3
Beskyttelse Vandmærket
ISBN 9788726238280
Í tindátaöskjunni er einn sem sker sig úr. Sá er tindátinn sem vantar á annan fótinn, sökum þess að tinið var uppurið þegar búið var að steypa bræður hans. Dátinn lætur fótskortinn þó ekki á sig fá og stendur jafn stöðugur og hinir. Saman flytja þeir á nýtt heimili þar sem kennir ýmissra grasa í leikfangaherberginu. Mest af öllu heillast tindátinn þó af fagurri dansmey, sem líkt og hann stendur á öðrum fæti. Hún er þó umtalsvert hærra sett og býr í kastala. Það kemur ekki í veg fyrir að tindátinn unni henni hugástum.

Þegar nóttin leggst yfir og heimilisfólkið fer að sofa bregða barnagullin á leik. Það gengur á með dansi og látum, hjá öllum nema tindátanum og dansmeynni. Bæði standa staðföst á sínum eina fæti og horfast á af einbeitni. En tindátinn átti eftir að taka á honum stóra sínum og lenda í ýmsum hremmingum áður en hann fengi að nálgast ástina sína.

Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Tindátinn staðfasti" er ein þeirra sagna Andersens þar sem leikföngin vakna til lífsins, og eiga slíkar sögur enn í dag sér beina leið inn í barnshjörtun. Tindátinn er ekki eins og allir hinir, en lætur það ekki á sig fá og stendur staðfastur á sínu. Sagan hans er falleg frásögn um það, hvernig það að eiga sér takmark og ástríðu getur hjálpað hverjum sem er að takast á við erfiðleika í lífinu. rn