Þorsteins saga Síðu-Hallssonar (e-bog) af – Óþekktur
BookClub ready
– Óþekktur (forfatter)

Þorsteins saga Síðu-Hallssonar (Íslendingasögur) e-bog

30,98 DKK (inkl. moms 38,72 DKK)
Þorsteins saga Síðu-Hallssonar, einnig kölluð Þorsteins þáttur Síðu-Hallssonar, segir eins og titillinn gefur til kynna frá Þorsteini syni Síðu-Halls. Hann ferðaðist víða og gerðist til að mynda hirðmaður Sigurðar Orkneyingajarls. Í Írlandsför Þorsteins segir frá dauða Brjáns konungs en Þorsteinn var í liði jarls í Brjánsbardaga. Sagan er einn af eftirmálum Brennu-Njáls sögu og ein þeirra Íslen...
E-bog 30,98 DKK
Lydbog 25,00 DKK
Forfattere – Óþekktur (forfatter)
Forlag SAGA Egmont
Udgivet 9 december 2019
Længde 30 sider
Genrer Icelandic and Old Norse sagas
Sprog Icelandic
Format epub
Beskyttelse Vandmærket
ISBN 9788726225761
Þorsteins saga Síðu-Hallssonar, einnig kölluð Þorsteins þáttur Síðu-Hallssonar, segir eins og titillinn gefur til kynna frá Þorsteini syni Síðu-Halls. Hann ferðaðist víða og gerðist til að mynda hirðmaður Sigurðar Orkneyingajarls. Í Írlandsför Þorsteins segir frá dauða Brjáns konungs en Þorsteinn var í liði jarls í Brjánsbardaga.

Sagan er einn af eftirmálum Brennu-Njáls sögu og ein þeirra Íslendinga sagna sem gerist á miklum umbrotatímum á Íslandi við kristnitöku. Þó er sá hængur á varðveislu verksins að upphaf sögunnar telst með öllu glatað.
Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.