Norræn Sakamál 2004 (e-bog) af Ýmsir Höfundar
BookClub ready
Ýmsir Höfundar (forfatter)

Norræn Sakamál 2004 (Norræn Sakamál) e-bog

55,92 DKK (inkl. moms 69,90 DKK)
Í þessari fjórðu bók í bókaflokknum Norræn Sakamál eru alls fjórtán frásagnir af ólíkum sakamálarannsóknum og baráttu lögreglunnar við ýmiskonar glæpastarfsemi. Þar á meðal eru fjórar íslenskar sögur. Efni bókarinnar helgast að öllu jöfnu af því sem markverðast hefur verið að gerast í sakamálarannsóknum á Norðurlöndunum á liðnum misserum. Efnisvalið kann því að vera mismunandi á milli ára, allt...
E-bog 55,92 DKK
Forfattere Ýmsir Höfundar (forfatter)
Forlag SAGA Egmont
Udgivet 18 august 2020
Længde 285 sider
Genrer True crime
Sprog Icelandic
Format epub
Beskyttelse Vandmærket
ISBN 9788726523492
Í þessari fjórðu bók í bókaflokknum Norræn Sakamál eru alls fjórtán frásagnir af ólíkum sakamálarannsóknum og baráttu lögreglunnar við ýmiskonar glæpastarfsemi. Þar á meðal eru fjórar íslenskar sögur. Efni bókarinnar helgast að öllu jöfnu af því sem markverðast hefur verið að gerast í sakamálarannsóknum á Norðurlöndunum á liðnum misserum. Efnisvalið kann því að vera mismunandi á milli ára, allt eftir því hvaða frásagnir eru í boði hverju sinni í sameiginlegum gagnabanka Norrænu Sakamálabókarinnar.
Öll þau erlendu mál sem fjallað er um í bókinni að þessu sinni hafa vakið mikla athygli og umræðu á þeim slóðum þar sem þau gerðust. Þau hafa beint sjónum manna að rannsóknum málanna og dómsuppkvaðningum í kjölfar þeirra.
Því er haldið fram að heimurinn hafi breyst mikið á síðari árum, ekki síst eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Það gerist sífellt algengara að ýmsir öfgahópar beini sjónum umheimsins að sér og sjónarmiðum sínum með ýmiskonar ódæðisverkum. Sem betur fer höfum við íslendingar sloppið við þessa ógn fram til þessa. Aðrar norðurlandaþjóðir hafa ekki verið jafn heppnar og þar hafa verið starfandi skipulagðir hópar hryðjuverkamanna eins og fram kemur í athyglisverðri grein Per Larsen yfirlögregluþjóns í Kaupmannahöfn. Hann fjallar um þau hryðjuverk sem framin hafa verið í Danmörku og hópana sem staðið hafa að baki þeim.
Það er von okkar sem stöndum að útgáfu þessarar bókar, að lesendur hennar verði einhvers vísari um hið fjölbreytta starf lögreglumannsins nú á tímum. Ef svo er, þá er tilganginum með útgáfu bókarinnar náð. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.