Svaðilför á sæþotu (e-bog) af Ýmsir Höfundar
BookClub ready
Ýmsir Höfundar (forfatter)

Svaðilför á sæþotu (Norræn Sakamál) e-bog

25,00 DKK (inkl. moms 31,25 DKK)
Það var blíðskaparveður að morgni fimmtudagsins 16. ágúst 2001. Farþegaferjan Norræna sigldi lygnan sjó inn mynni Seyðisfjarðar en ferjan hafði lagt af stað frá Bergen í Noregi tveimur dögum fyrr. Lítillega bætti í vindinn svo að litlar bárur dönsuðu á haffletinum. Þær voru þó það smáar að þær höfðu engin áhrif á siglingu ferjunnar þar sem hún nálgaðist áfangastaðinn í botni fjarðarins. Þær höf...
E-bog 25,00 DKK
Forfattere Ýmsir Höfundar (forfatter)
Forlag SAGA Egmont
Udgivet 28 september 2020
Længde 6 sider
Genrer True crime
Sprog Icelandic
Format epub
Beskyttelse Vandmærket
ISBN 9788726512052
Það var blíðskaparveður að morgni fimmtudagsins 16. ágúst 2001. Farþegaferjan Norræna sigldi lygnan sjó inn mynni Seyðisfjarðar en ferjan hafði lagt af stað frá Bergen í Noregi tveimur dögum fyrr. Lítillega bætti í vindinn svo að litlar bárur dönsuðu á haffletinum. Þær voru þó það smáar að þær höfðu engin áhrif á siglingu ferjunnar þar sem hún nálgaðist áfangastaðinn í botni fjarðarins. Þær höfðu aftur á móti áhrif á sjóhæfni þess farartækis sem kemur við sögu í þessari frásögn.
Ferjan var aðeins á eftir áætlun og það átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir þá sem höfðu gert ráð fyrir að geta smyglað um 2,3 kg af hassi inn í landið án þess að nokkur yrði þess var. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.