Afi og amma: söguþættir (e-bog) af Guðrún Lárusdóttir
BookClub ready

Afi og amma: söguþættir (Ritsafn Guðrúnar Lárusdóttur #10) e-bog

25,00 DKK (inkl. moms 31,25 DKK)
Sagan fjallar um Helga litla sem er er fjörugt barn og mikill afastrákur. Hann langar ekkert meira en að verða sterkur eins og Grettir Ásmundarson. Hann fær þá hugmynd því afi hans les Grettis sögu fyrir hann. En afi grípur þá tækifærið og segir honum sögu af sterkustu manneskju sem hann þekkti á sinni ævi, henni Helgu á Núpum, sem er amma Helga litla. Afinn segir sögur af henni frá barnæsku ti...
E-bog 25,00 DKK
Forfattere Guðrún Lárusdóttir (forfatter)
Forlag SAGA Egmont
Udgivet 3 april 2023
Længde 78 sider
Genrer Classic fiction: general and literary
Nummer i serie 10
Sprog Icelandic
Format epub
Beskyttelse Vandmærket
ISBN 9788728569283
Sagan fjallar um Helga litla sem er er fjörugt barn og mikill afastrákur. Hann langar ekkert meira en að verða sterkur eins og Grettir Ásmundarson. Hann fær þá hugmynd því afi hans les Grettis sögu fyrir hann. En afi grípur þá tækifærið og segir honum sögu af sterkustu manneskju sem hann þekkti á sinni ævi, henni Helgu á Núpum, sem er amma Helga litla. Afinn segir sögur af henni frá barnæsku til fullorðinsára. Hún var hrein og bein, varði afa þegar honum var strítt af öðrum strákum í æsku. Hún var duglegust allra sveitunga við sláturgerð, hún bauð ýmsum mönnum birginn í viðskiptum og öðrum samskiptum. Afi og amma lögðu upp í ævintýraferð á hestum sínum þar sem amma Helga er hetjan sem bjargar deginum, eitthvað sem Helgi og aðrir krakkar geta tekið sér til fyrirmyndar.
Afi og amma er saga af ást og virðingu, sannri hetjudáð og góðum gildum.


Guðrún Lárusdóttir fæddist árið 1880 í Fljótsdal og lést í bílslysi árið 1938. Hún var einn afkastamesti kvenrithöfundur landsins um skeið og þótti andlát hennar mikill missir fyrir íslenska menningu. Fólk beið eftirvæntingarfullt eftir verkum hennar sem voru mikið lesin. Guðrún var önnur konan til að sitja á Alþingi, á ferli sínum lagði hún mikla áherslu á velferðarmál með því að beita sér fyrir styrkjum til kvennasamtaka. Einnig starfaði Guðrún sem fátækrafulltrúi Reykjavíkur um skeið. Frammistaða hennar í stjórnmálum var einstök, þegar hún sat á lista gaf hún út sína eigin stefnuskrá til að leggja áherslu á þau gildi og þær hugsjónir sem hún hafði umfram stefnu flokksins. Hún átti viðburðaríka ævi og lagði sig fram við að gefa til samfélagsins. Hún starfaði sem rithöfundur og skrifaði sextán verk yfir ævina, einnig þýddi hún verk úr dönsku, þýsku og ensku. Verk hennar bera þess merki að vera eftir konu með samfélagslegt innsæi.