BookClub ready
Stúlkan, sem gekk á brauðinu (Hans Christian Andersen's Stories) e-bog
25,00 DKK
(inkl. moms 31,25 DKK)
Stúlkan Inga er reglulega illt og óprúttið barn. Hún iðkar það að kvelja þá sem minna mega sín, auk þess sem drambsemi hennar er svo mikil að hún sér ekki sólina fyrir sjálfri sér. Er hún vex úr grasi versnar hún um allan helming, en þar sem hún er einstaklega fríð sýnum fyrirgefst henni margt. Dag einn er hún á leið í heimsókn til foreldra sinna. Meðferðis hefur hún brauð sem húsmóðir hennar h...
E-bog
25,00 DKK
Lydbog
25,00 DKK
Kan læses i vores apps til iPhone/iPad og Android.
Kan læses i appen
Forlag
SAGA Egmont
Udgivet
24 juni 2020
Længde
25 sider
Genrer
Children’s / Teenage fiction: Classic fiction
Sprog
Icelandic
Format
epub
Beskyttelse
Vandmærket
ISBN
9788726237566
Stúlkan Inga er reglulega illt og óprúttið barn. Hún iðkar það að kvelja þá sem minna mega sín, auk þess sem drambsemi hennar er svo mikil að hún sér ekki sólina fyrir sjálfri sér. Er hún vex úr grasi versnar hún um allan helming, en þar sem hún er einstaklega fríð sýnum fyrirgefst henni margt.
Dag einn er hún á leið í heimsókn til foreldra sinna. Meðferðis hefur hún brauð sem húsmóðir hennar hefur gefið henni til að færa fátækri móður sinni. Kemur hún þá að forarpolli og óar við að óhreinka skóna sína fínu. Bregður hún á það ráð að kasta brauðinu í pollinn til að stíga á það. Ekki vill þó betur til en svo að hún sekkur á bólakaf og lendir í brugghelli mýrarkonunnar. Þar eru staddir heldur en ekki merkir gestir, þau kölski og amma hans. Sú gamla krefst stúlkunnar Ingu sér til handa, og hefst þá píslarvist hennar í helvíti. En á drambsama stúlkan afturkvæmt?
Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Stúlkan sem gekk á brauðinu" er hressandi og óvægin saga þar sem löstum og drambsemi eru gerð hin beittustu skil. Hvergi er dregið úr kvölum og pínslum stúlkunnar Ingu og kostar iðrun hennar ófá tár.
Dag einn er hún á leið í heimsókn til foreldra sinna. Meðferðis hefur hún brauð sem húsmóðir hennar hefur gefið henni til að færa fátækri móður sinni. Kemur hún þá að forarpolli og óar við að óhreinka skóna sína fínu. Bregður hún á það ráð að kasta brauðinu í pollinn til að stíga á það. Ekki vill þó betur til en svo að hún sekkur á bólakaf og lendir í brugghelli mýrarkonunnar. Þar eru staddir heldur en ekki merkir gestir, þau kölski og amma hans. Sú gamla krefst stúlkunnar Ingu sér til handa, og hefst þá píslarvist hennar í helvíti. En á drambsama stúlkan afturkvæmt?
Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Stúlkan sem gekk á brauðinu" er hressandi og óvægin saga þar sem löstum og drambsemi eru gerð hin beittustu skil. Hvergi er dregið úr kvölum og pínslum stúlkunnar Ingu og kostar iðrun hennar ófá tár.